Ferill 1035. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2178  —  1035. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Guðmundi Inga Kristinssyni um gjaldskyld bílastæði.


     1.      Er haldin skrá í ráðuneytinu yfir bílastæði sem einkaaðilar reka og leigja út til afnota?
    Ráðuneytið heldur ekki skrá yfir bifreiðastæði sem boðin eru til afnota gegn greiðslu.

     2.      Hefur ráðherra, eða stjórnvöld sem heyra undir hann, eftirlit með því hvort einkaaðilar sem reka bílastæði fylgi 2. mgr. 87. gr. umferðarlaga, sem kveður á um að handhafar stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða skuli fá að leggja í gjaldskyld stæði án sérstakrar greiðslu?
    Hvorki ráðherra né undirstofnanir hans hafa almennar eða sérstakar eftirlitsheimildir með einkaaðilum sem reka bifreiðastæði og bjóða almenningi til afnota gegn greiðslu.

     3.      Hafa ráðuneytinu, eða stjórnvöldum sem heyra undir ráðherra, borist upplýsingar um að aðilar sem reka gjaldskyld bílastæði hafi farið á svig við 2. mgr. 87. gr. umferðarlaga?
    Ráðuneytinu hafa borist erindi þess efnis að aðilar sem bjóða almenningi bifreiðastæði til afnota krefji handhafa stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða um greiðslu fyrir afnot af bifreiðastæði.
    Í einhverjum tilvikum hefur komið fram að viðkomandi aðili telji sér ekki skylt, skv. 2. mgr. 87. gr. umferðarlaga, að bjóða handhafa fyrrgreinds stæðiskorts að leggja ökutæki í gjaldskylt bifreiðastæði án sérstakrar greiðslu.

     4.      Telur ráðherra þörf á að kynna betur ákvæði 2. mgr. 87. gr. umferðarlaga fyrir þeim aðilum sem reka gjaldskyld bílastæði?
    Lagatúlkun ráðuneytisins hvað varðar 2. mgr. 87. gr. umferðarlaga liggur fyrir og kemur fram í bréfi, dags. 13. janúar 2023, sem ráðuneytið ritaði Reykjavíkurborg og var síðar birt opinberlega.